30/10/2025
🟠 Sérhæfð meðferð við spilafíkn 🟠
SÁÁ býður upp á sérhæfða og gagnreynda meðferð við spilafíkn – öllum að kostnaðarlausu.
Í boði eru hópmeðferð, einstaklingsviðtöl og vikulegur stuðningshópur, leidd af fagfólki með alþjóðlega menntun í spilafíknarmeðferð (ICGC-vottun).
👉 Sjá nánar um spilafíknarmeðferðina hér fyrir neðan
Í umræðum undanfarinna vikna hefur verið rætt um skort á meðferðarúrræðum og faglegri þekkingu fyrir fólk sem glímir við spilafíkn á Íslandi. SÁÁ vill í því samhengi upplýsa almenning um að samtökin hafa í nokkur ár boðið upp á sérhæfða og gagnreynda meðferð við ...