25/12/2025
SÁÁ þakkar kærlega fyrir stuðning, samvinnu og traust á liðnu ári.
Við sendum ykkur og ykkar nánustu bestu óskir um friðsæl jól, von og heilbrigði á nýju ári.
SÁÁ hefur fært þúsundum karla og kvenna betra líf og bata frá fíknsjúkdómnum. SÁÁ - byggir upp fólk. Nánari upplýsingar eru á saa.is og í síma: 530 7600.
Efstaleiti 7
Reykjavík
103
Be the first to know and let us send you an email when SÁÁ posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.
Send a message to SÁÁ:
SÁÁ hefur á 40 árum byggt upp heildstæða þjónustu fyrir fólk með fíknsjúkdóm; einstaklinga, börn þeirra og fjölskyldur. Samtökin hafa lagt áherslu á að taka á þeim vanda sem fíknsjúkdómurinn veldur með fjölbreyttum úrræðum fyrir ólíka hópa og hefur þjónustan ætíð verið fagleg og byggð á nýjustu þekkingu.
Samtökin reka Sjúkrahúsið Vog þar sem boðið er upp á afeitrun og greiningu. Á Vogi hefst einnig sálfélagsleg meðferð og þar er gerð einstaklingsbundin áætlun um framhaldið. Eftirmeðferðarstöð samtakanna, Vík á Kjalarnesi, annast inniliggjandi meðferð eftir að dvöl á Vogi lýkur og stendur sú meðferð venjulega í um fjórar vikur. Göngudeildir samtakanna eru í Von, Efstaleiti 7, í Reykjavík og í Hofsbót 4, Akureyri. Þar er veitt fjölþætt þjónusta við sjúklinga og aðstandendur þeirra með fyrirlestrum, einstaklingsviðtölum og stuðningshópum. Nánari upplýsingar eru á saa.is og í síma: 530 7600.