Fjóla María

Fjóla María Hér deili ég með þér ýmsum fróðleik sem tengist líkama, huga og sál.

Ég mæli svo innilega með þessari dásamlegu sýningu ef þú vilt fá hlýju í hjartað, springa úr hlátri og finna fyrir auknu...
04/12/2025

Ég mæli svo innilega með þessari dásamlegu sýningu ef þú vilt fá hlýju í hjartað, springa úr hlátri og finna fyrir auknu æðruleysi og von í hversdagsleikanum 🙏💖🌼

Sýning á morgun 😁 Nokkrir miðar lausir ennþá 👇
https://checkout.tix.is/is/buyingflow/tickets/20055/

21/11/2025

Ef þú ert að fást við fíknimynstur af einhverju tagi þá vil ég endilega deila smá með þér varðandi dópamín í heilanum.

🧠 Sjáðu fyrir þér brautir í heilanum sem líta svona út:

——————> )——————

Þegar þú gerir eitthvað, eða neytir einhvers sem lætur þig fá mjög stóran skammt af vellíðan súper hratt, (t.d. borðar fullt af sælgæti eða skyndibita, drekkur áfengi, neytir eiturlyfja eða ákveðinna lyfja, horfir á klám, horfir endalaust á sjónvarpið, ert lengi að skrolla á samfélagsmiðlum eða eitthvað annað sem fyllir ÞIG af vellíðan) þá dælist út rosalega mikið af dópamíni frá sendistöðum ——————>💥

og yfir í móttökustöðvar sem taka á móti þessu dópamíni
💥)——————

🧠 Í þessum móttökustöðum er fullt af pínulitlum móttökurum, en það eru þeir sem taka inn dópamínið og fylla þig af vellíðan.

Málið með heilann er að hann leitast stöðugt við að vera í jafnvægi, en þegar við gerum eitthvað sem tekur okkur úr jafnvægi, t.d. eitthvað sem dælir hratt út miklu dópamíni, þá bregst hann strax við og reynir að koma á jafnvægi.

🍭 Ef þú t.d. borðar fullt af sælgæti einn daginn og ferð í svaka dópamín vímu og vellíðan (ferð langt upp úr jafnvæginu), þá hugsar heilinn þinn “Hey! Þetta gengur ekki, best að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur!” og það sem hann gerir er að loka fyrir hluta af móttökurunum.

🍭 Svo kannski næsta dag færðu þér aftur nákvæmlega sama skammt af sælgæti og býst við að líða nákvæmlega jafn vel, en þú verður heldur betur fyrir vonbrigðum þegar það gerist ekki.

Og hvað gerir þú þá? Jú heyrðu, þú færð þér auðvitað bara meira magn. Ég meina, þú vilt bara finna fyrir vellíðan; þú vilt bara láta þér líða vel. Ekki seinna en núna strax.

🍭 En atburðarásin endar ekki hérna, því núna hugsar heilinn þinn “Nei hver þremillinn, þetta gengur ekki! Ég verð að loka fyrir fleiri móttakara!” og núna þarftu enn meira magn af sælgæti til að finna fyrir vellíðan.

Þetta verður auðveldlega að vítahring þar sem þú gerir eða neytir sífellt meira af þínu “stöffi” en líður sífellt verr.

🫩 Því dýpra sem þú sekkur í þessa dimmu holu, því meira lokast fyrir dópamín móttakarana og það veldur því að þú hættir að finna fyrir ánægju og gleði yfir hlutum sem áður glöddu þig. Þér líður sífellt verr. Annað sem gerist er að framkvæmdakrafturinn þinn minnkar og minnkar, en það veldur því að þú átt sífellt erfiðara með að koma jafnvel einföldum hversdagslegum hlutum í verk.

Þetta er vondur staður að vera á.

🫩 Það er auðvelt að detta í þá gryfju að hugsa “ég verð að halda áfram að gera/neyta ### því þetta er það eina sem færir mér einhverja vellíðan!” en það er auðvitað haugalygi. Sannleikurinn er hið gagnstæða: að þetta ### er það sem er að tæma gjörsamlega alla gleði og vellíðan úr þér, ekki ólíkt vitsugunum í Harry Potter sem sjúga alla hamingju úr fólki.

💛 Góðu fréttirnar eru þær að þú getur náð aftur jafnvægi í dópamín kerfinu. Ef þú hættir ### þá tekur það að meðaltali 30 daga að koma aftur á jafnvægi í þessu kerfi. Þá fer þér að líða betur, þú ferð að finna fyrir meiri ánægju yfir venjulegum hlutum og þú átt auðveldara með að koma hlutum í verk.

Ef þú ert að fást við alvarlega fíkn, þá er mikilvægt að leita sér hjálpar og fá stuðning. Þú ert svo alls ekki ein(n) með þennan vanda (sama hvaða tegund af fíkn þú ert að fást við) og oft er svo ofsalega gott að fá stuðning frá þeim sem hafa verið á sama stað, eða eru með þekkingu og reynslu af því að vinna með fólki með fíknivanda af ýmsu tagi.

🌅 En hvað á maður að gera til að halda dópamíninu í jafnvægi svona dags daglega?
Jú, maður á að passa uppá að dæla því ekki of hratt og mikið í einu. Ef dópamínið væri vatn í krana, þá væri best að láta það dropa niður í nokkuð stöðugu jafnvægi. Ekki bara skrúfa frá krananum og láta það flæða af fullum krafti. Þannig helst maður í jafnvægi og vellíðan. Ekki jójó tilfinningarússíbana sem skiptist á að stökkva upp og sökkva svo niður. Svo er hægt að gera ákveðna hluti sem hafa jákvæð áhrif á þetta kerfi, en þar kemur hreyfing sterk inn, en annað eins og t.d. kuldaböð hafa einnig mjög góð áhrif.

Ég er enginn sérfræðingur í þessum málum og útskýri kannski ekki nógu vel, en þetta er gróf mynd af því sem gerist í heilanum og ofsalega gott að skilja þetta ferli.

Elsku þú 🌼
Ef þér finnst, eins og mér, mikilvægt að fólk fái þessar upplýsingar - þá hvet ég þig eindregið til að deila þessum pósti, eða bara að eiga gott samtal við fólkið þitt um þessar upplýsingar. Annars þakka ég þér fyrir lesturinn. Góða helgi:)

- Fjóla María

15/11/2025

Ilmefni eru stútfull af allskonar eiturefnum (sem er ekki hægt að sjá á neinum innihaldslista) sem safnast smá saman upp í líkamanum, trufla líkamsstarfsemi og hafa virkilega slæm áhrif á heilsuna án þess að fólk geri sér grein fyrir því. Ég er ein af þeim fjöldamörgu sem er með mikið ofnæmi/óþol fyrir ilmefnum, en það er ólýsanlega erfitt í samfélaginu sem við búum í. Ég þarf alltaf að halda í mér andanum í snyrtivöru- og hreinsefnadeildum í verslunum, líka þar sem er mikið af ilmkertum til sölu og þegar ég geng framhjá eða nálægt fólki sem er búið að sturta hressilega yfir sig af þessu eitri. Ef ég kemst ekki hratt í burtu þá fæ ég mikinn hausverk, ógleði, heilaþoku, missi orkuna og líður eins og ég sé komin með flensu. Stundum tekur það jafnvel sólarhring að jafna sig ef ég andaði að mér mikið af ilmefnum eða smá í langan tíma. Ef ég fer í bíó, leikhús, á tónleika, í veislu eða margmenni þar sem ég get ekki fært mig þá er ég alltaf að taka áhættu og miklar líkur á að ég verði annað hvort smá slöpp eða mjög “lasin”. Mér finnst samt eins og flestum ánægjulegt að vera með góða lykt og það er ekkert mál! Ég nota einfaldlega hreinar ilmkjarnaolíur sem mitt ilmvatn, er með allskonar tegundir. Það eitrar hvorki fyrir mér né öðrum heldur hefur það heilsueflandi eiginleika 😌💛

14/11/2025

Hér deili ég með þér mínum uppáhalds ráðum til að verjast allskonar flensum og veikindum, en þau virka ekki síður vel til að batna hraðar þegar flensurnar eru mættar.

Góða og fríska helgi til þín! 🌞🙏

⭐️Það er svo auðvelt að gleyma sér í amstri dagsins, að fara úr einu verkefni í það næsta, flýta sér hingað, drífa sig þ...
11/11/2025

⭐️Það er svo auðvelt að gleyma sér í amstri dagsins, að fara úr einu verkefni í það næsta, flýta sér hingað, drífa sig þangað, vera í stöðugu stressi og alltaf með hugann við listann af öllu sem á eftir að gera. Svo þegar það kemur loksins smá tími þar sem þú þarft ekki að gera neitt - þá er ”hvílt” sig með því að skrolla heilalaust í símanum allt of lengi eða horft á sjónvarpið.

Kannastu við þetta?

⭐️Við hugsum kannski að við höfum ekki tíma til að sinna okkur, að sinna heilsunni, hvílast, njóta… Hugsum að það þurfi aðeins að bíða, bíða þar til ### er búið, eða fram á mánudaginn, eða þar til ### er orðið betra. En lífið heldur stöðugt áfram að kasta til okkar nýjum verkefnum og áskorunum.

⭐️Málið er að þú þarft ekki að gera eitthvað stórt og merkilegt til að brjóta þetta mynstur. Með því að bæta markvisst við augnablikum yfir daginn þar sem þú tengir þig inn á við og beinir athygli þinni að því sem er að gerast hér og nú minnkar þú streitu og eykur vellíðan og hamingju.

⭐️Þú getur t.d. sett áminningu í símann þinn fjórum sinnum á dag til að minna þig á að mæta fyllilega í núið. Svo er hugleiðsla, bænir, slökun og öndunaræfingar virkilega áhrifaríkar leiðir til að auka hamingju og gera þig meira “vakandi” yfir daginn.

10/11/2025

Ef þú ert að upplifa kvíða, depurð, spennu/streitu eða aðrar erfiðar tilfinningar þá hvet ég þig til að skella þér út í göngutúr núna strax eða við fyrsta tækifæri, annað hvort ein(n) eða með fjölskyldumeðlim eða vin. Helst í dagsbirtu, en ef það er ekki hægt þá er myrkrið líka fallegt og hefur sína kosti. Hreyfing og útivera eru betri en mörg lyf við kvíða og þunglyndi. Ef þú ferð ein(n) getur þú alltaf nýtt tækifærið til að spjalla við guð eða þína skilgreiningu á æðri mátt, eða jafnvel ástvini sem hafa kvatt þessa jarðvist. Ég er mikil hippakona og heilsa oft líka dýrum, trjám og plöntum þegar ég labba ein í náttúrunni. Svo er alltaf gott að knúsa tré eða bara snerta tré, gras, mold eða annað í náttúrunni, mér finnst það jarðtengja mann svo fallega 🌲🪵🪾🍃🐾🐇🪿🦉💚🤎💛

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á draumum og merkingum þeirra. 🌜Draumar sýna okkur oft mjög skýrt hvað er að gerast í un...
08/11/2025

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á draumum og merkingum þeirra.

🌜Draumar sýna okkur oft mjög skýrt hvað er að gerast í undirvitundinni okkar og ef við skoðum draumana okkar og túlkum þá getum við uppgötvað hluti um okkur sjálf sem við vorum ekki meðvituð um.

🌜Svo eru sumir sem dreyma fyrir hlutum og aðrir sem fá frábærar hugmyndir eftir sérstaka drauma.

🌜Ég gúgla oft draumtákn sem ég skil ekki og nota innsæið til að finna réttu merkinguna. Oftast eru mörg draumtákn í einum draumi en þá finnur maður merkingu allra táknanna og púslar þeim saman til að sjá heildarmyndina.

Smelltu endilega like á póstinn ef þú hefur áhuga á draumum og vilt fá fleiri pósta af þessu tagi 🩵💜🩷💙

Máttur þess að sjá fyrir sér! 💖Ég verð að deila með ykkur dálitlu sem gerðist um daginn.Ég er búin að vera að stúdera NL...
07/11/2025

Máttur þess að sjá fyrir sér! 💖

Ég verð að deila með ykkur dálitlu sem gerðist um daginn.

Ég er búin að vera að stúdera NLP (neuro linguistic programming/taugabrautaforritun) og var að gera eina æfingu til að hjálpa mér að yfirstíga rosalega mikinn kvíða yfir að tala fyrir framan fjölda fólks.

Þetta er mjög einföld æfing sem ég mæli mikið með til að breyta neikvæðri tilfinningu sem maður hefur gagnvart einhverju sérstöku - í mínu tilfelli kvíða yfir að tala fyrir framan hóp af fólki.

Og ég mæli með að gera þetta í einrúmi - svo fólkið þitt fari ekki að efast um geðheilsuna þína! 🤣

🌼Þú ferð í fyndnustu minningu sem þú manst eftir - einhverja þar sem þú varst að skellihlægja, gjörsamlega að springa úr hlátri, svo mikið að þú gast ekki hætt og fékks jafnvel illt í magann af hlátri.

🌼Þú ferð inn í þessa minningu líkt og þú sért komin(n) aftur í tímann; þú ert í líkamanum, finnur allt sem þú finnur ljóslifandi, sérð umhverfið í kringum þig og heyrir allt mjög hátt og skýrt. Þú lifir þig svo vel inn í þetta að þú ferð að skellihlægja í alvörunni hér og nú (ég gerði þetta ennþá ýktara með því að hlæja hátt og asnalega þar til ég fór líka að hlægja út af því).

🌼Svo, þegar þú ert gjörsamlega að springa úr hlátri, þá breytir þú um sýn og sérð fyrir þér jafn ljóslifandi og áður að þú sért í aðstæðunum sem hafa valdið þér neikvæðri tilfinningu - á meðan þú heldur áfram að skellihlægja. Ég sá fyrir mér að ég væri fyrir framan ca 100 manns að tala full af sjálfsöryggi.

🌼Svo þegar maður finnur að gleði-hláturs tilfinningin byrjar að dofna þá fer maður aftur einungis í fyndnu minninguna og nær aftur upp sama hlátrinum, og síðan fer maður aftur að sjá fyrir sér að maður sé í aðstæðunum sem valda neikvæðri tilfinningu.

🌼Þetta gerir maður í okkur skipti í röð og þetta virkar líkt og að rispa gamla plötu. Gamla tilfinningin/platan rispast og breytist, og þegar maður hugsar um þetta í framhaldinu (ég hugsaði um að tala fyrir framan 100 manns) fyllist maður af gleði og fer að hlægja. Þetta er gott að endurtaka daglega í einhvern tíma til að rispa plötuna djúpt.

EN, það áhugaverða við þetta hjá mér var að innan við viku eftir að ég var að sjá þetta fyrir mér einungis í einn dag fór ég óvænt á árshátíð með móður minni - og þegar ég var komin heyrði ég einhvern segja að þarna voru ca 100 manns (nákvæmlega sama tala og eg hafði séð fyrir mér) og viti menn - ég var beðin um að koma að sviðinu fyrir framan alla og vera með í smá atriði fyrir hópinn. Ég tók eftir að kvíðinn var mun minni í líkamanum en fann hins vegar að ég varð mjög skrítin og kvíðaleg í framan og g*t með engu móti verið eðlileg á svipinn. Framför, en þarf klárlega að gera æfinguna oftar ásamt öðrum sem ég er búin að læra! 😅

The telepathy tapes er einstaklega upplýsandi og bara frekari sjokkerandi hlaðvarp þar sem fjallað er um börn og ungling...
01/11/2025

The telepathy tapes er einstaklega upplýsandi og bara frekari sjokkerandi hlaðvarp þar sem fjallað er um börn og unglinga með mikla einhverfu; svo mikla að þau geta ekki tjáð sig. Það er búið að koma í ljós að þessi börn og unglingar, sem sumir halda að séu jafnvel greindarskert, eru búin að þróa með sér aðra hæfni, skynjun og næmni sem var ekki vitað að væri yfir höfuð mögulegt að ná. Þau “sjá” einhvern veginn fullkomlega skýrt með augum foreldra sinna, geta lesið hugsanir og allskonar annað ótrúlegt, og eru bara alls ekkert greindarskert, heldur virðast þvert á móti oft vera með mun meiri þroska en aldur þeirra segir til um. Og þetta er búið að rannsaka og testa.

Þetta er hlaðvarp sem umbreytir því hverju maður trúir að sé hægt. Ég mæli svo innilega með hlustun 💖

Hefur þú hlustað á þetta? Hvað fannst þér?

In the premiere episode of The Telepathy Tapes, host Ky Dickens embarks on a mind-bending journey into the mysterious world of telepathy in non-speaking indi...

Address

Reykjavík

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Fjóla María posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Fjóla María:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram