21/12/2025
Starfsfólk Lyfjastofnunar óskar landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Eins og undanfarin ár styrkir Lyfjastofnun góðgerðarsamtök sem starfsfólk stofnunarinnar velur, í stað þess að senda hefðbundin jólakort. Að þessu sinni hlýtur Geðvernd styrk stofnunarinnar, en félagið vinnur að bættri geðheilsu ungra barna og fjölskyldna þeirra.
Opnunartíma stofnunarinnar yfir hátíðirnar má kynna sér hér 👉 https://www.lyfjastofnun.is/frettir/opnunartimi-hja-lyfjastofnun-yfir-hatidarnar-6/