05/11/2025
Í nýjasta hlaðvarpsþætti Golfstöðvarinnar tekur Bjarni Már saman allt það helsta sem kylfingar ættu að hafa í huga í sambandi við styrktarþjálfun. Afhverju að styrkja sig, hvað eiga kylfingar að hugsa sérstaklega um og hvað græða þeir á því. Þátturinn inniheldur mikinn fróðleik um styrktarþjálfun kylfinga en er þægilegur í hlustun, aðeins 23 mínútur. Þið finnið þáttinn og aðra hlaðvarpsþætti Golfstöðvarinnar á Spotify og í Podcast appi apple.