21/12/2025
Kæru viðskiptavinir, gamlir og nýjir. 1.janúar næstkomandi breytist verðskráin í Vonarlandi. Hækkun er óhjákvæmileg þar sem rekstarkostnaður hefur hækkað töluvert á síðast-liðnu einu og hálfa árinu. Ég legg mig þó alltaf fram um að halda verðlagi sanngjörnu til að sem flestir hafi kost á að koma og sækja sér þjónustuna😊
Mig langar að bjóða ykkur upp á að kaupa 5 eða 10 skipta kort á "gamla" verðinu fram að áramótum sem hægt er að nýta út árið 2026 💫
Verðin á kortunum eru eftirfarandi:
5 skipti eru á 70.000.- (55 min) og 80.000.- (75 min)
10 skipti eru á 140.000 (55 min) og 160.000 (75 min)
Til að kaupa kort er best að senda á mig skilaboð í gegnum þessa síðu.
Hlakka til að halda áfram að aðstoða ykkur við að efla eða bæta heilsuna á komandi tímum :)
kv. Sirrý