Heilsu- og lífsstílsþjálfun Bryndísar

Heilsu- og lífsstílsþjálfun Bryndísar Bryndís Guðmundsdóttir
Heilsumarkþjálfi, jógakennari, einkaþjálfari, Qigong leiðari, heilsuráðgjafi. Einnig heilsuráðgjöf í gegnum einkaviðtöl og fyrir hópa.

Bryndís er með áralanga reyslu af heilsurækt, þjálfun og heilsuráðgjöf.
Þessi síða er til að miðla ýmsum jákvæðum og uppbyggilegum upplýsingum um ýmislegt sem snýr að heilsu og vellíðan. Bryndís veitir ráðgjöf um bætiefni, næringu og heilsuvörur ásamt því að halda heilsuræktarnámskeið í heildrænni þjálfun, bæði í gegnum einkaþjálfun og jógaiðkun. Lífsstílsnámskeiðin fyrir konur byrjaði Bryndís að halda eftir að hafa aðstoðað fjölda kvenna í tæp 10 ár við að gera góðar breytingar í gegnum einkaþjálfun.
Þjálfunin er mjög persónuleg og einstaklingsmiðuð út frá ástandi og markmiðum hverrar og einnar. Takmarkaður fjöldi er í hóp til að tryggja gott utan um hald og hámarks árangur. Að æfa eins og í einkaþjálfun en vera í litlum hóp veitir einnig félagaslegan stuðning og hvatningu.

Í jóga gefst iðkendum tækifæri til að rækta líkama, sál og huga í friðsælli umgjörð til að bæta bæði líkamlega og andlega líðan sína, sem og að viðhalda góðu heilbrigði og jafnvægi. Markmið Bryndísar er að veita fyrsta flokks persónulega þjónustu með heilbrigðri hvatningu og leiðbeina iðkendum í gegnum fróðleik og kennslu í áttina að heilbrigðum lífsstíl. Bryndís heldur lokuð námskeið á Selfossi er það einlægur ásetningur hennar að bjóða uppá heildræna heilsurækt sem byggir upp jákvæð lífsviðhorf og styrkir jákvæða sjálfsmynd. Bryndís er Einkaþjálfari frá 2005, Rope Yoga kennari frá Guðna Gunnars frá 2006 og Yoga Nidra kennari frá Amrit Yoga Institude frá 2015 með framhaldsmentun í Yoga Nidra frá 2019, ásamt því að vera Heilsumarkþjálfi frá IIN frá 2017. Bryndís hefur leiðbeint fólki á aldrinum 14 - 82 ára meira en 15 ár. Hægt er að hafa samband við Bryndísi með Facebook skilaboðum, tölvupósti eða í gegnum síma, bæði til að fá upplýsingar og skrá sig á námskeiðin og einnig til að panta tíma í persónulega heilsuráðgjöf.

JÓGA NIDRA HEIMA 🏡Tímar á Facebook til 2. des.2020Hægt að byrja hvenar sem er og fara í sinn kyrrðartíma hvenar sem er.Á...
20/11/2020

JÓGA NIDRA HEIMA 🏡
Tímar á Facebook til 2. des.2020
Hægt að byrja hvenar sem er og fara í sinn kyrrðartíma hvenar sem er.
Áhersla á hugleiðslu og slökun, sem er svo mikilvægt að gefum okkur tíma fyrir til að upplifa hugarró og kyrrð. Það hjálpar okkur að núllstilla okkur losa líkamann við spennu, ná hugarró og halda andlegum styrk og jafnvægi.

Það er dásamlegt að fara inní aðventuna í góðu jafnvægi og okkur tekst líka betur að takast á við verkefni lífsins þegar við erum full af orku og með góða einbeitingu. En það er einmitt það sem Jóga Nidra stuðlar að með því að losa okkur við streituhormón og framleiða meira af gleðihormónum.

Það þarf enga reynslu af jóga eða hugleiðslu fyrir þátttöku. Þessir tímar henta öllum.

Útsending fer fram í gegnum lokaðan hóp á FB og það er auðvelt að tengjast og vera með.
Nýjir tímar eru sendir út 2x í viku, mánudaga og miðvikudaga kl 16.30 og hægt að fylgja þá, eða á þeim tíma sem hentar best. Einnig hægt að nýta tímana inná hópnum að vild eins oft í viku og hentar.

Hver og einn hefur val um að gera mildar og losandi æfingar sem henta fyrir sig áður en tíminn hefst.

Hver tími er 30-40 mín. Hugleiðsla, öndunaræfingar, spennulosun, hugarró og endurnærandi djúpslökun, þar sem þú lætur fara vel um þig undir teppi á þægilegum stað í öryggi heima ❤

Skráðu þig í 1 eða 2 vikur og upplifðu dásamlegu áhrifin 🙏

Hægt er að skrá sig hèr eða í skilaboðum.

Kærleikur og ljós 🙏❤
Bryndís Guðmundsdóttir.
Jóga Nidra kennari frá Amrit Yoga Institide 2014
Rope Yoga kennari frá Guðna Gunnarssyni 2006.
Með áralanga reynslu af leiðsögn slökunartíma.

JÓGA NIDRA HEIMA 🏡Tímabil 18.11. - 2.12.Hægt að byrja hvenar sem er.Áhersla á hugleiðslu og slökun, sem er svo mikilvægt...
17/11/2020

JÓGA NIDRA HEIMA 🏡
Tímabil 18.11. - 2.12.
Hægt að byrja hvenar sem er.
Áhersla á hugleiðslu og slökun, sem er svo mikilvægt að gefum okkur tíma fyrir til að upplifa hugarró og kyrrð. Það hjálpar okkur að núllstilla okkur og halda andlegum styrk og jafnvægi.

Það er dásamlegt að fara inní aðventuna í góðu jafnvægi og okkur tekst líka betur að takast á við verkefni lífsins þegar við erum full af orku og með góða einbeitingu. En það er einmitt það sem Jóga Nidra stuðlar að með því að losa okkur við streituhormón og framleiða meira af gleðihormónum.
Það þarf enga reynslu af jóga eða hugleiðslu fyrir þátttöku. Þessir tímar henta öllum.

Útsending fer fram í gegnum lokaðan hóp á FB og það er auðvelt að tengjast og vera með.
Nýjir tímar eru sendir út miðvikudaga og mánudaga kl 16.30 og hægt að fylgja þá, eða á þeim tíma sem hentar best, eins oft í viku og hver vill og hægt að nýta alla tímana inná hópnum að vild.

Hver og einn hefur val um að gera mildar og losandi æfingar sem henta fyrir sig áður en tíminn hefst.

Hver tími er 30-40 mín. Hugleiðsla, öndunaræfingar, spennulosun, hugarró og endurnærandi djúpslökun, þar sem þú lætur fara vel um þig á þægilegum stað í öryggi heima ❤

Alls 5 ný skipti + eldri tímar inná hópnum.
Verð kr 5.000.-

Hægt er að skrá sig hèr eða í skilaboðum.

Kærleikur og ljós 🙏❤
Bryndís Guðmundsdóttir.
Jóga Nidra kennari frá Amrit Yoga Institide 2014
Rope Yoga kennari frá Guðna Gunnarssyni 2006.

YOGA NIDRA - HEIMASLÖKUNÍ því ástandi sem við erum að ganga í gegnum í lífi okkar eru margir að upplifa óróleika, áhyggj...
09/11/2020

YOGA NIDRA - HEIMASLÖKUN
Í því ástandi sem við erum að ganga í gegnum í lífi okkar eru margir að upplifa óróleika, áhyggjur, ótta og spennu sem leiðir af sèr streituástand, kvíða og ýmsa heilsufarslega fylgikvilla og jafnvel vítahring.
Það er því mikilvægt að við gefum okkur tíma til að slaka á inn í kyrrð og ró og losa okkur við uppsafnaðastreitu úr líkamanum og hvíla hugann.

Eftir frábærar viðtökur á Yoga Nidra netútsendingunum hjá mèr í vor þá er ég nú aftur komin af stað með slíka tíma.
Þetta er dásamlegt tækifæri til að upplifa notalega slökunarstund í öryggi heima hjá sér, á stað þar sem þèr líður vel, getur komið þér vel fyrir og upplifað endurnærandi vellíðan fyrir líkama, sál og huga.

Yoga Nidra er mjög vinsæl djúpslökunaraðferð um allan heim þar sem fylgt er leiddri hugleiðslu. Markmiðið er gefa alveg eftir inná djúpt svið slökunar án þess að sofna. Þar fer heilunarferli líkamans í gang líkt og í djúpsvefni og líkaminn byrjar að framleiða gleðihormón sem vinna bug á streituhormónum.

Þú leyfir þèr að falla frá hugsunum og gjörðum yfir í að finna og vera á meðan ljúf rödd mín leiðir þig í gegnum endurnærandi slökunarferli.

Þessi stund er fyrst og fremst fyrir þig en þú getur líka boðið öðrum á heimilinu að vera með og búið til notalega kyrrðar- og friðarstund þar sem þú býður öðrum að njóta með þér.

Tímarnir fara fram í gegnum lokaðan hóp á Facebook.
Hægt er að fylgja á rauntíma eða á þeim tíma sem hentar best.
Aðgangur er að hópnum allan tímann þar sem hægt er að fara eins oft og hentar í Yoga Nidra og nú þegar eru nokkrar upptökur inná hópnum frá því í vor og líka nýjlegir tímar.

Einnig er hægt að skrá sig bara í stakann tíma.
Mánudaginn 9. nóv.
Miðvikudaginn 11. nóv.
Mánudaginn 16. nóv.

Þessir tímar henta fyrir alla og það þarf enga reynslu af yoga eða hugleiðslu til að geta tekið þátt.
Byrjað er á að gera örfáar einfaldar mýkjandi æfingar sitjandi á stól eða gólfi til að losa um uppsafnaða spennu í líkamanum og undirbúa hann fyrir slökunina og svo er farið í liggjandi stöðu þar sem fylgt er leiðsögn í gegnum spennulosandi æfingar, slökunaröndun og leidda hugleiðslu.

Í Jóga Nidra er markmiðið að gefa eftir, slaka á og vera vakandi í gegnum ferlið. Legið er í algjörri kyrrð allan tímann á meðan rödd mín leiðir þig áfram.
Jóga Nidra hefur hlotið vaxandi vinsælda síðustu ár um allan heim og er mikið mælt með því af læknasamfélaginu.

Áhugasamir geta sent mèr einkaskilaboð til að skrá sig.

UPPLÝSINGAR UM BRYNDÍSI
Útskrifaðist sem Rope Yoga kennari frá Guðna Gunnarssyni 2006 og hefur kennt Rope Yoga og lífsspeki Guðna frá þeim tíma. Lærði um svipað leiti Einkaþjálfun og hefur aðstoðað fólk (aðalega konur) frá þeim tíma með líkamsþjálfun og heilsurækt.
Útskrifaðist sem Heilsumarkþjálfi frá virtum heilsuskóla, Instidude for Intergrative Nutrition 2017 og hefur bæði nýtt sèr þá þekkingu fyrir sig og til að hjálpa öðrum með góðar breytingar.
Hefur áralanga reynslu af heilsurækt og þjálfun og yfir 14 ára reynslu af því að stunda og leiða jógatíma og slökun.
Hefur aðstoðað fjölda fólks til betri heilsu samhliða því að hafa kynnst því sjálf að missa heilsuna og takast á við allan tilfinningaskalann sem því fylgir. Hefur Yoga Nidra verið stór þáttur af vegerðinni til vellíðunar og heilsueflingar.
Kynntist sjálf Yoga Nidra 2012, hlaut kennsluréttindi hjá Amrit Yoga Instidude 2015 og svo Advanced framhalds- og endurmenntunarstig haustið 2019 hjá sama skóla.
Hefur einnig sótt ýmis námskeið og fyrirlestra um jóga og heilsueflingu ásamt því að sækja mikinn fróðleik í gegnum lestur og ýmislegt fræðandi efni.

Ummæli frá mars 2020
Takk fyrir dásamlegan tíma hjá Birtu starfsendurhæfingu í morgun ❤ Það er sko vel hægt að stunda Jóga Nidra í gegnum netið ❤ Hópurinn okkar var mjög ánægður með tímann og það hafa bara aldrei verið eins margir með í Jóga Nídra hjá okkur ☺ ❤

Kærleikur, ljós og hlýjar kveðjur

HÁMARKS HEILSALífsstílsbreyting til léttara og betra lífs.KYNNING Á FJARFUNDI 10. NÓV KL 20.Er að fara af stað með heils...
08/11/2020

HÁMARKS HEILSA
Lífsstílsbreyting til léttara og betra lífs.
KYNNING Á FJARFUNDI 10. NÓV KL 20.
Er að fara af stað með heilsuátak í gegnum netið.
Fyrir alla sem vilja missa 3-12 kg á 4-6 vikum og uppllifa góðar heilsufarslegar breytingar.
FRÍ RÁÐGJÖF, EFTIRFYLGNI OG STUÐNINGUR.
Frábær leið til að taka út sykur, losna við nartið, koma jafnvægi á máltíðir dagsins og geta betur í kjölfarið fylgt hreinu og heilsusamlegra mataræði.

Flest leyfum við okkur kræsingar og kruðerí á jólunum og eftir þessa hreinsun og með þessari aðferð verður það leikur einn að koma sér svo aftur á beinu brautina á nýju ári 🙂

Viljir þú fá aðstoð við létta þig, losna við miðjufitu, bæta orkuna, sofa betur, bæta meltinguna, losna við umfram vökva og bjúg, efla ónæmikerfið, losna við óþarfa nart og of mikla kolvetnaneyslu, segja bless við sykurpúkann og koma á góðri rútínu í mataræði með hreinu og fersku hráefni en líka geta leyft þér kræsingar af og til án samviskubits, þá er þetta eitthvað fyrir þig.

Þeir sem vilja svo vera með í átakinu fá stuðning, eftirfylgni og fría ráðgjöf hjá mér í gegnum FB hópinn minn "Hámarks árangur - Heilsa og vellíðan", ásamt persónulegri ráðgjöf eftir þörfum.

NÚNA ER RÉTTI TÍMINN - SKRÁÐU ÞIG STRAX
Þetta verður bæði skemmtilegt og fróðlegt.

Ef þú þekkir einhvern/einhverja sem langar að vera með eða gæti haft áhuga á kynningarfundinum þá er frjálst að láta þetta berast.

Þetta er án efa uppáhalds lífsstílprógrammið mitt 🙂
Heilsu- og lífsstílkveðja,
Bryndís Guðmundsdóttir
Heilsumarkþjálfi í heildrænni næringu
Health coaching from Institute for integrative nutrition

Mánudagur til markmiða 👌Tökum góðar ákvarðanir á hverjum dagi ☺
05/10/2020

Mánudagur til markmiða 👌
Tökum góðar ákvarðanir á hverjum dagi ☺

LÉTTARI LÍFSSTÍLL Vertu hress og hraust í haust og láttu þér líða betur í vetur :) Hópeinkaþjálfun fyrir konur á öllum a...
29/09/2020

LÉTTARI LÍFSSTÍLL
Vertu hress og hraust í haust og láttu þér líða betur í vetur :)
Hópeinkaþjálfun fyrir konur á öllum aldri sem hafa áhuga á heilbrigðum lífsstíl og vilja komast í betra líkamlegt og andlegt form.
Takmarkaður fjöldi í hóp og persónuleg ráðgjöf með æfingar út frá heilsufari, ástandi og markmiðum. Áhersla er lögð á fjölbreyttar æfingar sem auka styrk, þol, þrek og liðleika og þær aðlagaðar að hverri og einni.

Einstaklingsmiðuð hópþjálfun er frábær valkostur og hentar flestum. Bæði þeim sem eru að byrja eða koma sér af stað aftur eftir hlé og líka þeim sem eitthvað hafa verið að æfa en langar í faglega ráðgjöf, skipulagðar fjölbreyttar æfingar og æfingafélaga.

Frábærir tímar fyrir konur sem hafa að einhverju leiti misst tökin á reglulegri hreyfingu, mataræðinu og jafnvel andlegri líðan sinni og langar að gera góðar breytingar.
Þessir tímar henta líka fyrir konur með Vefjagigt eða aðra gigt, MS eða stoðkerfisvanda.

Líkams- og heilsurækt með leiðsögn frá þjálfara tryggir betur að æfingarnar séu rétt gerðar og í samræmi við það sem hentar að gera, góða samsetningu æfinga og stuðlar þar með að því að þjálfunin skili sem bestum árangri.

Rannsóknir hafa sýnt að regluleg þjálfun og hreyfing á öllum aldursstigum skilar bættri og betri líðan, ásamt möguleika á heilsufarslegum ávinningi í stað þess að standa í stað eða jafnvel hraka neðar.

Hvort sem málið er að styrkjast, léttast, þyngjast eða að bæta almenna líðan þá gætu þessir tímar hentað fyrir þig.
Sérstök áhersla er á vellíðan, velgengni og árangur.

HENTAR FYRIR KONUR SEM VILJA
* Æfa með leiðsögn frá þjálfara.
* Bæta styrk, þol og þrek.
* Aðstoð við að léttast eða þyngjast.
* Ná árangri.
* Sættast við sig og líða vel.
* Eiga auðveldara með dagleg verkefni.
* Geta betur notið ævintýra lífsins.

TÍMAR:
þrið. og fim. kl 16.40- 17.30 í lokuðum sal hjá Crossfit Selfoss.
TÍMABIL
1. - 29. október. Alls 9 skipti.
Verð kr 16.500.- fyrir nýja þáttakendur en kr 13.500.- fyrir þær sem hafa verið áður.

EINNIG INNIFALIÐ
* Ráðgjöf um hreyfingu aðra daga.
* Ráðgjöf um mataræði án öfga.
* Aðstoð við raunhæf markmið.
* Hugmynd af auka æfingum til að gera heima.
* Mælingar í upphaf og lok tímabils - Valfrjálst.
* Ýmis heilsutengdur fróðleikur og pepp.
* Aðgangur að lokuðum hóp á FB.

Undanfarin ár hefur fjöldi kvenna úr ýmsum stöðum og stéttum samfèlagsins nýtt sèr þessa frábæru tíma til að gera góðar heilsufarslegar breytingar.

HÈR MÁ SJÁ ÖRFÁ UMMÆLI FRÁ IÐKENDUM:
"Bryndís hefur hjálpað mér mikið við að ná mér upp úr leiðinda veikindum. Ég hef náð miklum árangri undir leiðsögn hennar og mæli því algerlega með tímunum hjá henni".

"Takk fyrir allt peppið þegar líðanin var slæm andlega og likamlega. Er á svo miklu betri stað í dag".

"Þessir tímar gera kraftaverk fyrir líkamlega og andlega heilsu".

"Takk takk takk elsku Bryndís fyrir að koma mér af stað í hreyfingu og hjálpa mér í alla staði".

"Takk elsku Bryndís, ég hlakka til að halda áfram að mæta í tímana þína og halda áfram að styrkjast með þinni góðu leiðsögn. Árangurinn hefur skilað mér betri líkamlegri og andlegri heilsu og meiri gleði. Vilja til að hreyfa mig meira og velja hollara fæði".

Takmarkaður fjöldi og örfá laus pláss í október.
Nánari upplýsingar og skráning í skilaboðum, á bryndis70@gmail.com eða í síma 6166181.

Heilsu- og lífsstílskveðja
Bryndís Guðmundsdóttir
Heilsumarkþjálfi frá IIN
Einkaþjálfari, jógakennari og Qigong leiðbeinandi.
Með áralanga reynslu af heilsurækt, ráðgjöf og þjálfun.

Hvað ert þú þakklát/ur fyrir í þínu lífi?Hvað getur þú þakkað fyrir í dag? Skrifa niður 3-5 hluti/atriði sem þú ert þakk...
17/09/2020

Hvað ert þú þakklát/ur fyrir í þínu lífi?
Hvað getur þú þakkað fyrir í dag?

Skrifa niður 3-5 hluti/atriði sem þú ert þakklát/ur fyrir.
Hugsaðu um það og settu þakklætið á altari hjartans og finndu fyrir því í hverri frumu líkamans.
Hafðu hugann stilltann á þakklætisrásina alla daga og taktu eftir því hvernig það skapar jafnvægi og kyrrð inn í líf þitt.

Heilsu- og lífsstílskveðja 🙏
Bryndís Guðmundsdóttir

Mynd: Bryndís Guðmunds 2020


Líkaminn þarf á vatni að halda til að eðlileg efnaskipti eigi sér stað og til þess viðhalda heilbrigði 💦Vatnsdrykkja min...
14/09/2020

Líkaminn þarf á vatni að halda til að eðlileg efnaskipti eigi sér stað og til þess viðhalda heilbrigði 💦
Vatnsdrykkja minnkar líka álag á nýrun, bætir meltinguna og auðveldar líkamanum að losa sig við ýmis úrgangsefni, ásamt því að gefa húðunni ljóma ;)
Hæfilegt vatnsmagn fyrir meðalmanneskju er 8 glös á dag.
Gerðu like ef þú drekkur frekar vatn en gos, eða til að minna þig á að drekka vatn 💦

Heilsu- og lífsstílskveðja 💙
Bryndís Guðmundsdóttir
Heilsumarkþjálfi

27/08/2020
13/08/2020

Umfang öndunar er umfang lífsins og eitt besta ráðið við kvíða og órólegum huga er djúp meðvituð öndun.

Komdu þér vel fyrir í liggjandi eða sitjandi stöðu og settu aðra höndina á kviðinn og hina á bringuna.
Dragðu andann djúpt og rólega að þér í gegnum nefið og andaðu rólega frá í gegnum stút á vörum og slakaðu um leið vel á öxlunum.
Finndu hvernig kviðurinn lyftast við innöndun og sígur í útöndun.

Endurtaktu nokkrum sinnum og andaðu út óróleika, pirringi, spennu, gremju og öllu því sem íþyngir þér.
Andaðu inn vellíðan, frið og gleði inn í þína tilvist.

Finndu í fráöndun alla spennu líða úr líkamanum og upplifði líkamann linast.
Finndu hugann verða rólegri.

Dveldu í kyrrð smá stund og finndu ró færast yfir þig. Njóttu þess að vera 🙏

Kærleikur og ljós ❤
Bryndís Guðmundsdóttir
Jógakennari og Heilsumarkþjálfi.

Heilsu- og lífsstílskveðja 💚Bryndís GuðmundsdóttirHeilsumarkþjálfi
12/08/2020

Heilsu- og lífsstílskveðja 💚
Bryndís Guðmundsdóttir
Heilsumarkþjálfi

Address

Selfoss
800

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Heilsu- og lífsstílsþjálfun Bryndísar posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Heilsu- og lífsstílsþjálfun Bryndísar:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram