29/09/2020
LÉTTARI LÍFSSTÍLL
Vertu hress og hraust í haust og láttu þér líða betur í vetur :)
Hópeinkaþjálfun fyrir konur á öllum aldri sem hafa áhuga á heilbrigðum lífsstíl og vilja komast í betra líkamlegt og andlegt form.
Takmarkaður fjöldi í hóp og persónuleg ráðgjöf með æfingar út frá heilsufari, ástandi og markmiðum. Áhersla er lögð á fjölbreyttar æfingar sem auka styrk, þol, þrek og liðleika og þær aðlagaðar að hverri og einni.
Einstaklingsmiðuð hópþjálfun er frábær valkostur og hentar flestum. Bæði þeim sem eru að byrja eða koma sér af stað aftur eftir hlé og líka þeim sem eitthvað hafa verið að æfa en langar í faglega ráðgjöf, skipulagðar fjölbreyttar æfingar og æfingafélaga.
Frábærir tímar fyrir konur sem hafa að einhverju leiti misst tökin á reglulegri hreyfingu, mataræðinu og jafnvel andlegri líðan sinni og langar að gera góðar breytingar.
Þessir tímar henta líka fyrir konur með Vefjagigt eða aðra gigt, MS eða stoðkerfisvanda.
Líkams- og heilsurækt með leiðsögn frá þjálfara tryggir betur að æfingarnar séu rétt gerðar og í samræmi við það sem hentar að gera, góða samsetningu æfinga og stuðlar þar með að því að þjálfunin skili sem bestum árangri.
Rannsóknir hafa sýnt að regluleg þjálfun og hreyfing á öllum aldursstigum skilar bættri og betri líðan, ásamt möguleika á heilsufarslegum ávinningi í stað þess að standa í stað eða jafnvel hraka neðar.
Hvort sem málið er að styrkjast, léttast, þyngjast eða að bæta almenna líðan þá gætu þessir tímar hentað fyrir þig.
Sérstök áhersla er á vellíðan, velgengni og árangur.
HENTAR FYRIR KONUR SEM VILJA
* Æfa með leiðsögn frá þjálfara.
* Bæta styrk, þol og þrek.
* Aðstoð við að léttast eða þyngjast.
* Ná árangri.
* Sættast við sig og líða vel.
* Eiga auðveldara með dagleg verkefni.
* Geta betur notið ævintýra lífsins.
TÍMAR:
þrið. og fim. kl 16.40- 17.30 í lokuðum sal hjá Crossfit Selfoss.
TÍMABIL
1. - 29. október. Alls 9 skipti.
Verð kr 16.500.- fyrir nýja þáttakendur en kr 13.500.- fyrir þær sem hafa verið áður.
EINNIG INNIFALIÐ
* Ráðgjöf um hreyfingu aðra daga.
* Ráðgjöf um mataræði án öfga.
* Aðstoð við raunhæf markmið.
* Hugmynd af auka æfingum til að gera heima.
* Mælingar í upphaf og lok tímabils - Valfrjálst.
* Ýmis heilsutengdur fróðleikur og pepp.
* Aðgangur að lokuðum hóp á FB.
Undanfarin ár hefur fjöldi kvenna úr ýmsum stöðum og stéttum samfèlagsins nýtt sèr þessa frábæru tíma til að gera góðar heilsufarslegar breytingar.
HÈR MÁ SJÁ ÖRFÁ UMMÆLI FRÁ IÐKENDUM:
"Bryndís hefur hjálpað mér mikið við að ná mér upp úr leiðinda veikindum. Ég hef náð miklum árangri undir leiðsögn hennar og mæli því algerlega með tímunum hjá henni".
"Takk fyrir allt peppið þegar líðanin var slæm andlega og likamlega. Er á svo miklu betri stað í dag".
"Þessir tímar gera kraftaverk fyrir líkamlega og andlega heilsu".
"Takk takk takk elsku Bryndís fyrir að koma mér af stað í hreyfingu og hjálpa mér í alla staði".
"Takk elsku Bryndís, ég hlakka til að halda áfram að mæta í tímana þína og halda áfram að styrkjast með þinni góðu leiðsögn. Árangurinn hefur skilað mér betri líkamlegri og andlegri heilsu og meiri gleði. Vilja til að hreyfa mig meira og velja hollara fæði".
Takmarkaður fjöldi og örfá laus pláss í október.
Nánari upplýsingar og skráning í skilaboðum, á bryndis70@gmail.com eða í síma 6166181.
Heilsu- og lífsstílskveðja
Bryndís Guðmundsdóttir
Heilsumarkþjálfi frá IIN
Einkaþjálfari, jógakennari og Qigong leiðbeinandi.
Með áralanga reynslu af heilsurækt, ráðgjöf og þjálfun.