Svava Brooks, Certified TRE Provider

Svava Brooks, Certified TRE Provider Certified TRE Provider, Trauma Recovery Coach, Reiki Master, Mindfulness teacher, Certified Trainer She lives in Portland, Oregon with her family.

Svava Brooks is a survivor of childhood trauma and the co-founder of a nationwide child sexual abuse prevention and education organization in Iceland called “Blátt áfram.” She is also a certified instructor and facilitator for Darkness to Light Stewards of Children, as well as a certified Crisis Intervention Specialist, a certified Positive Discipline Parent Educator, a BellaNet Teen support group facilitator, a Certified TRE® Provider, and a Trauma Recovery Coach. The mother of three children, Svava has dedicated her life to ending the cycle of child sexual abuse through education, awareness, and by helping survivors heal and thrive. She is a certified facilitator for Advance!, a program created by Connections to restore authentic identity. Every week, she writes about healing after trauma on her blog and also leads a discussion forum on child sexual abuse healing and recovery online, in her private Facebook groups and on her YouTube channel.

The body remembers. Here you can learn how and why.
11/19/2025

The body remembers. Here you can learn how and why.

Fawning. Essential insights about how humans cope in life.
11/19/2025

Fawning. Essential insights about how humans cope in life.

Opinn TRE tími fyrir lengra komna.  Fyrir einstaklinga sem eru að stunda TRE.  Fyrirfram skráning nauðsynleg.  Svava lei...
11/19/2025

Opinn TRE tími fyrir lengra komna. Fyrir einstaklinga sem eru að stunda TRE. Fyrirfram skráning nauðsynleg. Svava leiðir hópinn í jarðtengingu og slökun til undirbúnings og slökun með tónlist í lol tímans. Kl 18:30-19:30. 3.900 kr tíminn. Sendu a mig til@að taka frá pláss.

Það dýrmætasta sem við eigum er líkaminn. Ansi margir eru ekki sáttir við líkama sinn.Með hönd á hjarta, ertu að sýna lí...
11/18/2025

Það dýrmætasta sem við eigum er líkaminn. Ansi margir eru ekki sáttir við líkama sinn.

Með hönd á hjarta, ertu að sýna líkamanum þínum mildi og þegar þú talar til þín eins og bestu vinkonu þína, þá slakar líkaminn á og þér og líkamanum fer að líða betur.

Líkaminn þinn og taugakerfi skilur snertingu, skilur hlýju og skilur falleg orð.

Þessi einfalda litla æfing þegar gerð reglulega hefur langvarandi áhrif á tengsl þín við sjálfan þig, styrkir vagus taugina og róar líkama og sál.

Sjálfsmildi var ekki auðveld í byrjun. Upp kom mikil sorg, þegar ég gerði mér grein fyrir því hversu grimm ég hafði verið við sjálfan mig.

Minna er meira þegar kemur að breytingum. Lítil falleg orð eða létt snerting á brjóst kassann er allt sem þarf til að byrja. Tekur 1-3 mín.

-Ég sé þig
-Ég heyri í þér
-Ég finn fyrir þér

eða

Hvernig líður þér í dag kæri líkami?

Gangi þér vel.🥰

Með hönd á hjarta,
-Svava

Hmmmm.  Gott að æfa sig að setja mörk hægt og rólega og með sjálfsmildi.
11/17/2025

Hmmmm. Gott að æfa sig að setja mörk hægt og rólega og með sjálfsmildi.

Ef þú upplifir gremju og pirring í samböndum við ákveðið fólk er það oft merki um skort á mörkum.
Eftir því sem gremjan vex og heltekur kropp og sál þá hrannast innheimtubréfin inn um lúguna með aukinni streitu og að lokum kulnun.
Sem oft má rekja til að neikvæðar tilfinningar í samböndunum okkar hafa fengið að grassera eins og hundasúra í júní í marga áratugi.
Án þess að við pípum upp einu einasta orði um skýr mörk.

Ef reiðin kraumar alltaf undir niðri eins og Strokkur í Haukadal og reglulega skvettist upp gos, oftast á þá sem síst eiga það skilið því við þorum ekki að setja mörk í öðrum samböndum.
Ef við sveipum okkur skikkju, þykjumst vera Leðurblökumaðurinn og þrælum okkur gegnum öll verkefni ein og sjálf. Á hnefanum. Því við ranglega teljum að beiðni um aðstoð sé merki um veikleika.

Kvíði og hræðsla við að valda öðru fólki vonbrigðum kemur oft fram í þóknunarþörf, manneskjugeðjun og fullkomnunaráráttu. Vera góð og stillt og prúð og sýna náungakærleik í verki.

Við upplifum depurð og leiða því við erum barmafull af vonleysi yfir að hlutirnir breytist nokkurn tíma.

Allt þetta eru skilaboð líkama og sálar að þínum þörfum sé ekki mætt. Mörkin okkar eru hriplek eins og gatasigti.
Það er alvarlegur skortur á mörkum í þínum samböndum. Hvort sem það eru samböndin við fjölskyldumeðlimi, í persónulega lífinu, vinnunni, eða samband okkar við hreyfingu, mat og sjálfsrækt.

Það getur verið bullandi yfirvinna að þagga stöðugt niður í sjálfinu og setja þínar þarfir, langanir og tilfinningar í saltpækil, svo allir í kring séu hoppandi glaðir.
Þarfir og langanir annarra settar á Saga Class en þínar eigin niðri í farangursrými. Eða gleymdust jafnvel á flugvellinum.

Svo við erum löngu búin að týna sjálfinu. Þú veist ekkert lengur hvað þú vilt.
Þú hefur ekki hugmynd hvað veitir þér hamingju og gerir þig sátta(n) því þú slefar að gera aðra káta. Hvað hef ég gaman af? Hvað fullnægir mínum þörfum?
Ef þú færð rassasvita þegar þú þarft að taka ákvarðanir, hvort sem það er kvöldmaturinn, velja kaffihús til að hitta Siggu vinkonu er merki um að þú treystir ekki nóg á sjálfið og standir með þér. Þá er tími til að kíkja innávið, hlusta á innri röddina og taka ákvarðanir út frá innsæi, þörfum og hugsunum.

Þá byrja oft sjálfsgaslýsingar og sjálfsefi:

Er þetta of frekt?
Er ég vond manneskja?
Er ég alltof hörð?
Átti ég að segja JÁ?

Yfirleitt þýða mörk ekki lok vinasambands eða útskúfun úr samfélagi mannanna.

Mörk skaða ekki sambönd. Heldur þvert á móti, mörk vernda sambönd og gefa báðum aðilum öryggi og skýrleika.

Æfðu þig í að setja skýr mörk. Segðu oftar *NEI ÞVÍ MIÐUR* þegar þú færð beiðni um greiða. Segðu frá þegar þú færð vitlaust gefið til baka. Láttu vita þegar einhver ryðst fyrir framan þig í röðinni.

Fylgdu kviðnum og stattu með þér fyrir andlega, líkamlega og tilfinningalega heilsu.

Hvar finnst þér erfiðast að setja mörk 👇👇

Hand on heart, my friends. It´s been a lot.
11/14/2025

Hand on heart, my friends. It´s been a lot.

As compassionate people, we try sooo hard to get it right. Keeping the people pleased, focusing on all their needs, fixing all their problems…

It’s all too easy to get caught up in everyone else’s needs that we forget all about our own.

When is the last time you’ve checked in on yourself?

How are you doing?

How is your emotional health right now?

Be honest.

It’s been a lot.

So it makes sense that you might need some extra care and gentleness right now.

By the way, needing those things doesn’t mean you are doing anything wrong.

It simply means you are a human.

And … you are.

❤️

Molly
Therapist, Cartoonist, Boundaries Guide

⬇️ For loving help.
Because boundaries are self-care.
Https://boundaried.com

After years or decades of hypervigilance, it is essential to begin cueing for safety.  Love these suggestions. What is y...
11/12/2025

After years or decades of hypervigilance, it is essential to begin cueing for safety. Love these suggestions.

What is your favorite?

Hand on heart, my friend to catch yourself.  How you might be speaking to yourself.  Turn it around.... It is not too la...
11/11/2025

Hand on heart, my friend to catch yourself.

How you might be speaking to yourself. Turn it around.... It is not too late. She is listening. You are the one she is waiting for!!

I am too loud, or I am too much! - They didn´t know how to hold space for your magnificent energy, so they shut you down. I hear you, see you, and feel you now - You are never too much. I am so proud of who you are!
I´ll be quieter - You are safe now, sweet girl. You never need to hide again!
It´s all my fault. - Heck no. Not then, not now, not ever!!

Block Therapy bandvefslosun er æfingakerfi þróað til að koma aftur á rennsli eða hreyfingu á bandvefin sem oft verður st...
11/10/2025

Block Therapy bandvefslosun er æfingakerfi þróað til að koma aftur á rennsli eða hreyfingu á bandvefin sem oft verður stífur eða þornar upp vegna hreyfingarleysis, aldurs eða meiðsla. Þátttakendur nota til þess verkfæri, tré blokkir sem eru sérstaklega gerðar úr endurunnum við - Álmur, frá Kanada. Verkfærið kallast Block Buddy eða Blokk félaginn.

Þátttakendur leggjast á blokkina og er það sambland líkamsþyngdar, þyngdarafls og þindaröndunar sem skapar hitaáhrif á blokkinni sem hægt og rólega ´bræða´ bandvefinn og teygja, og koma af stað blóð- og súrefnisflæði til frumna í bandvefnum.

Bandvefslosun hefur fjölda jákvæðra áhrifa á líkamann, einkum með því að draga úr verkjum og vöðvaspennu, auka hreyfigetu og liðleika, og bæta blóðflæði.
Regluleg námskeið hjá Yogavin í vetur.

Hér eru helstu upplýsingar og skráningar
https://www.svavabrooks.com/BT-bandvefslosun

image4.jpegimage5.jpegimage6.jpegimage7.jpeg

Address

Portland, OR

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Svava Brooks, Certified TRE Provider posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Svava Brooks, Certified TRE Provider:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Life is the School, Love is the Lesson!

Svava Brooks is a Certified TRE® Provider, Abuse Survivor Coach, Reiki Master Practitioner, and Certified Tapping Practitioner. A survivor of child sexual abuse and the co-founder of a nationwide child sexual abuse prevention and education organization in Iceland called “Blátt áfram.” She is also a certified instructor and facilitator for Darkness to Light Stewards of Children, as well as a certified Crisis Intervention Specialist, a certified Positive Discipline Parent Educator, a BellaNet Teen support group facilitator, a The mother of three children, Svava has dedicated her life to ending the cycle of child sexual abuse through education, awareness, and by helping survivors heal and thrive. She is a certified facilitator for Advance!, a program created by Connections to restore authentic identity. Every week she writes about healing after trauma on her blog, and also leads a discussion forum on Child Sexual Abuse Healing and Recovery online.

Were you sexually abused as a child? Are you stuck as an adult? I know how that feels. You’ve read all the right books, tried everything you can think of, and the same negative things keep happening again and again in your life and relationships. It’s a depressing hamster wheel, and you can’t figure out how to stop it. Ugh! I can help. I went through all of that on my own journey and finally found my way out. I can help you escape this depressing cycle, too. That’s why I offer private coaching for those stuck in this frustrating place. Some just need an hour, and they can move forward again. Others need more. Some need group coaching. Everyone is different. I help people all over the world using Skype or Zoom, or over the phone. I charge $125.00 per hour for Abuse Survivor Coaching. Email svava@educate4change.com to set up an appointment. You can also book on my calendar using the link HERE! If you need someone safe, someone who knows exactly how you feel and won’t judge, contact me. We can talk about it. You’ll feel much better. You really will.

Other Services: All services are provided using the internet (Skype or Zoom) or telephone.

Adult Survivors Support Groups (Short term/long term)